Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Myndasyrpa: Fóru á kostum í Íslandsmótinu
Fimmtudagur 15. júní 2006 kl. 15:46

Myndasyrpa: Fóru á kostum í Íslandsmótinu

Laugardaginn 10. júní sl. fór fram Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum utanhúss á íþróttavellinum í Kópavogi þar sem keppt var í 100m og 200m hlaupi, langstökki, kúluvarpi og spjótkasti karla og kvenna og voru keppendur af öllu landinu.

Nes átti 11 keppendur á mótinu sem stóðu sig frábærlega. Að þessu sinni var keppnin aldursflokkaskipt og voru Nesarar í flestum flokkum. Þegar mótinu lauk höfðu Nesarar náð sér í 23 verðlaunasæti, 16 gull og 7 silfur verðlaun sem var besta frammistaða hjá einu félagi á mótinu.

Keppendur frá NES voru; Vilhjálmur Jónsson, Ívar Egilsson, Jósef Pétursson, Sigríður K. Ásgeirsdóttir, Guðmundur I. Einarsson, Ragnar Ólafsson, Bryndís Brynjólfsdóttir, Lára Ingimundardóttir, Óskar Ívarsson, Sigrún Benediktsdóttir og Sigurður Benediktsson. Árangur keppenda er að finna á vefsíðu félagsins www.nessport.is undir mót.

 

 











Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024