Myndasería úr leik Keflavíkur og UMFG
Grindvíkingar voru í skýjunum með sigurinn á nágrönnum sínum úr Keflavík í Pepsi-deildinni í knattspyrnu en leikið var á Nettó-vellinum í Keflavík.
Leikurinn var ekki augnayndi og gestirnir unnu nokkuð þægilegan sigur 0-2. Ljósmyndarar VF munduðu myndavélarnar og hér er myndasafn úr leiknum. Þar má t.d. sjá myndaseríu frá fyrra markið UMFG en þá tók Gunnar Þorsteinsson aukaspyrnu sem lenti í leikmanni Grindavíkur og þaðan í þverslá Keflavíkurmarksins en þaðan fór boltinn á koll Björns Berg Bryde sem skallaði hann í netið.