Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Myndasafn: Vantar eitt stig í 1. deild
Laugardagur 26. ágúst 2006 kl. 17:58

Myndasafn: Vantar eitt stig í 1. deild

Reynismenn lögðu Selfoss 2-0 á Sandgerðisvelli sl. fimmtudagskvöld og með sigrinum náðu þeir sex stiga forskoti á Selfyssinga í 2. deild karla í knattspyrnu. Njarðvík, Fjarðarbyggð og Reynir eru í þremur efstu sætum deildarinnar sem gefa þátttökurétt í 1. deild að ári. Reynismönnum vantar aðeins eitt stig til þess að gulltryggja sæti sitt í 1. deild á næstu leiktíð.

Þeir Guðmundur Rúnar Jónsson og Þorgeir Karl Gunnarsson voru með myndavélarnar á lofti á fimmtudag og er hægt að skoða myndasafn frá leiknum undir liðnum Ljósmyndir hér hægra megin á vf.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024