Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Myndasafn: Stjörnudagur KKÍ
Sunnudagur 20. janúar 2008 kl. 14:34

Myndasafn: Stjörnudagur KKÍ

Tilþrifin létu ekki á sér standa á Stjörnudegi KKÍ í gærdag þegar körfuboltalandsliðin í karla- og kvennaflokki léku gegn úrvalsliðum Iceland Express deildarinnar. Hægt er að nálgast myndasafn frá leikjunum hér í ljósmyndasafni á vf.is en á morgun setjum við inn myndasafn frá troðslukeppninni þar sem Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson fór með sigur af hólmi og fékk fyrir vikið 100.000,- kr. í verðlaun.

 

Í kvennaleiknum var það úrvalsliðið sem hafði betur gegn landsliðinu 78-100 en í karlaleiknum fór landsliðið með sigur af hólmi 137-136 þar sem Hlynur Bæringsson leikmaður Snæfells tryggði landsliðinu sigurinn með tveimur vítaskotum.

 

VF-Mynd/ [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024