Myndasafn: Sparisjóðsmótið í fullum gangi
Sparisjóðsmót ÍRB er nú í fullum gangi og þegar hafa nokkur met verið slegin á mótinu í dag. Mótið hófst í gær þar sem boðsundssveit ÍRB í karlaflokki setti Íslandsmet sem og hin öfluga Erla Dögg Haraldsdóttir.
Fjölmenni er í Vatnaveröldinni í Reykjanesbæ en í kvöld verður kvöldvaka og þá hafa verið bíósýningar ásamt hinum ýmsu skemmtunum og góðu sundi. Mótið hefur farið vel af stað en því lýkur seinni partinn á morgun.
Fólk er hvatt til að gera sér ferð í Vatnaveröld og sjá efnilegasta sundfólk landsins spreyta sig í lauginni en þeir sem geta ómögulega gert sér ferð í Vatnaveröldina geta smellt hér og skoðað myndasafn frá deginum í dag.