Myndasafn: Norðurálsmótið á Akranesi
Fótboltastjörnur framtíðarinnar
Það mættu alls um 1200 þátttakendur frá 26 félögum á Norðurálsmótið í fótbolta sem haldið var á Akranesi um liðna helgi. Þar af mættu Suðurnesjaliðin til leiks en mótið er fyrir drengi sjö ára og yngri. Útsendari Víkurfrétta var staddur á Akranesi og náði nokkrum góðum myndum af Keflvíkingum, Njarðvíkingum, Grindvíkingum og Reyni/Víði í fullu fjöri. Myndirnar má sjá á ljósmyndavef Víkurfrétta hér.
Ef foreldrar eða aðrir sem voru viðstaddir eiga góðar myndir frá mótinu þá má endilega hafa samband við Víkurfréttir í póstfangið [email protected].