Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Myndasafn: Íslandsmótið í motocross á Sólbrekkubraut
Þriðjudagur 22. ágúst 2006 kl. 11:37

Myndasafn: Íslandsmótið í motocross á Sólbrekkubraut

Suðurnesjamaðurinn Gylfi Freyr Guðmundsson var Íslandsmeistari í motocrossi um síðustu helgi á Sólbrekkubraut í Reykjanesbæ.

Þetta var í fyrsta sinn sem Gylfi verður Íslandsmeistari en hann hefur margoft verið í verðlaunasætum þrátt fyrir ungan aldur.

Á myndunum má þekkja Gylfa sem keppir á hjóli nr. 54 og annan Suðurnesjamann, Aron Ómarsson sem er aðeins 17 ára gamall og átti frábæra helgi þó hann hefði ekki komist í verðlaunasæti. Aron var á hjóli nr. 66 í keppninni.

Nú er hægt að skoða myndasafn frá keppninni með því að fara í Ljósmyndasafn Víkurfrétta hér hægra megin á síðunni.

[email protected]


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024