Myndasafn frá Nettóvellinum
Fjöldi ljósmynda frá bikarleiknum
Hér má sjá veglegt myndasafn frá Víkurrféttum sem voru á Nettóvellinum í gær þegar Keflvíkingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitunum í knattspyrnu karla. Hér að neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir en fleiri má finna á Ljósamyndavef Víkurfrétta.
„Ég tek síðasta vítið,“ gæti Haraldur fyrirliði verið að segja þjálfurunum Gunnari og Kristjáni.
Boltastrákarnir stóðu vaktina með miklum sóma. Þeir stóðu allir saman í vítaspyrnukeppninni eins og liðsmenn Keflavíkur.
Menn þurftu að létta á sér áður en framlenging hófst.
Sumir leikmenn eru aðeins eldri en aðrir og þurfa meira viðhald.
Einar Orri gat ekki spilað í gær sökum meiðsla en hann tók virkan þátt í fagnaðarlátunum.