Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Myllubakkastelpur sigursælar
Fimmtudagur 27. september 2007 kl. 10:22

Myllubakkastelpur sigursælar

Mánudaginn 17. september síðastliðinn fór fram fótboltamót grunnskólanna fyrir stráka í 8.-10. bekk. Mótið var haldið í Reykjaneshöllinni og voru þeir grunnskólar sem hafa unglingadeildir mættir til leiks en þeir eru: Heiðarskóli, Holtaskóli, Myllubakkaskóli og Njarðvíkurskóli. Það var svo lið Holtaskóla sem stóð uppi sem sigurvegari eftir jafnt og skemmtilegt mót. 

 

Viku síðar eða mánudaginn 25. september var svo haldið mót fyrir stelpurnar. Þar vann Myllubakkaskóli nokkuð örugglega með sigur í öllum sínum leikjum.

 

Mynd: Sigurlið Myllubakkakvenna

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024