Myllubakkaskóli í úrslit Skólahreysti
Tveir skólar frá Reykjanesbæ í úrslitum
Í morgun bárust þær gleðifregnir að lið Myllubakkaskóla í Skólahreysti náði besta árangri þeirra liða sem urðu í öðru sæti í keppninni og kemst því í sjálfa úrslitakeppnina. Þetta er í fyrsta skipti sem Myllubakkaskóli kemst í 12 liða úrslit. Reykjanesbær á því tvo skóla í lokaúrslitum, Myllubakkaskóla og Holtaskóla.
Lokakeppnin fer fram fimmtudaginn 2. maí.