Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 10. janúar 2003 kl. 13:51

"Munum spila skipulagðan leik" - segir Teitur Örlygsson í samtali við VF

Í dag leika Keflavík og Njarðvík í 8-liða úrslitum í bikarkeppni KKÍ og Doritos og hefst leikurinn kl. 19:15 í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Víkurfréttir fengu Teit Örlygsson, leikmann Njarðvíkinga, í smá spjall og spurðum hann aðeins út í leikinn í kvöld. Teitur hefur verið að leika vel undanfarið eftir að hann hóf að leika á nýju en Teitur hafði lagt skóna á hilluna eftir frækið tímabil í fyrra.Teitur sagði í samtali við Víkurfréttir að honum litist ljómandi vel á þennan bikarslag gegn Keflavík. "Við verðum að halda jafnvægi í leiknum og ekki láta leikinn fara út í vitleysu eins og gerðist í 2. leikhluta í síðasta leik gegn Keflavík. Þá varð þetta hálfgerður skrípaleikur, þar sem menn vissu ekki hvern þeir voru að dekka. Við munum koma til með að reyna að spila skipulagðan leik gegn þeim í kvöld þannig að allir fimm leikmennirnir sem eru inn á viti hvað er í gangi. Svipað og í síðari hálfleiknum gegn Keflavík en þá lékum við vel".

Nú eru Keflvíkingar komnir með nýjan leikmann, hvað finnst þér um það?
"Ég held að þeir hafi þurft á því að halda ætli þeir sér að vinna eitthvað".

Er bikarinn á leið í Njarðvík?
"Ég veit það nú ekki. Margir sem segja að þetta sér úrslitaleikur í kvöld en bæði liðin hafa rekið sig á það í vetur að það er ekkert öruggt. Því er þó ekki að leyna að það eru sterk lið dottin úr leik og eitt sterkt lið mun bætast í þann hóp í kvöld".

Eithvað að lokum?
"Já, ég ætla bara að vona að okkar fólk mæti á leikinn. Fólkið verður að hafa trú á okkur og styðja við bakið á okkur og þá getur allt gerst".
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024