Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Muhammad sendur heim
Þriðjudagur 30. janúar 2007 kl. 09:04

Muhammad sendur heim

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og þjálfari karlaliðs Keflavíkur, Sigurður Ingimundarson, hafa í sameiningu ákveðið að senda Isma´il Muhammad heim. Muhammad var fenginn til reynslu, segir á heimasíðu Keflavíkur, þann 29. desember síðastliðinn og lék sex leiki með liðinu, í deild og bikar.

 

Muhammad lék fjóra deildarleiki með Keflavík og gerði í þeim 17 stig að meðaltali í leik. Ennfremur segir á heimasíðu Keflavíkur að ákvörðun með framhaldið í leikmannamálum verði tekin á næstu dögum.

 

Þetta þýðir að nú eru fimm erlendir leikmenn sem hafa komið við sögu hjá Keflavík í vetur, Thomas Soltau, Jermaine Williams, Tim Ellis, Ismail Muhammad og svo Sebastian Hermanier sem enn er í herbúðum Keflvíkinga.

 

www.keflavik.is

 

VF-mynd/ [email protected] - Muhammad treður með tilþrifum í Stjörnuleik KKÍ

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024