Moye í þriggja leikja bann
Aganefnd KKÍ dæmdi A.J. Moye leikmann Keflavíkur í Iceland Express deildinni í þriggja leikja bann á fundi sínum í dag. Bannið tekur gildi á hádegi n.k. föstudag 6. janúar. Frá þessu er greint á www.kki.is
Aganefnd barst kæra frá UMFN vegna olnbogaskots Moye í andlit Jeb Ivey leikmanns UMFN í leik liðanna þann 30. desember s.l. ásamt myndbandi af atvikinu. Dómarar leiksins sáu ekki umrætt atvik.
Moye er löglegur með Keflavík gegn ÍR fimmtudaginn 5. janúar en missir af viðureign Keflavíkur og Tindastóls í Lýsingarbikarnum þann 8. janúar. Moye fær þó að leika gegn Hetti þann 10. janúar og Hamri/Selfoss þann 12. janúar en það eru leikir sem var frestað. Hann missir þó af viðureign Keflavíkur og Skallagríms þannn 19. janúar og viðureign Keflvíkinga í 8-liða úrslitum Lýsingarbikarsins. Komsit Keflvíkingar ekki áfram missir Moye af viðureign Keflavíkur og Snæfells þann 26. janúar.
Hægt er að skoða atvikið með því að smella hér