Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mounir með Grindavík í Tyrklandi
Föstudagur 13. apríl 2007 kl. 11:51

Mounir með Grindavík í Tyrklandi

Sóknarmaðurinn Mounir Ahandour sem leikið hefur með knattspyrnuliði Grindavíkur síðustu tvö ár hitti Grindvíkinga í Tyrklandi á dögunum þar sem Milan Stefán Jankovic, þjálfari þeirra gulu, mun fylgjast með leikmanninum við æfingar og í æfingaleikjum með Grindavík.

 

Mounir er hávaxinn og fljótur sóknarmaður eins og kannski margir muna en annar leikmaður er til reynslu hjá Grindvíkingum í ferðinni en sá heitir Bojan og er tveggja metra hár hafsent frá Serbíu.

 

Grindvíkingar mættu liði í 2. deild í Rússlandi en þar náðu Grindvíkingar 1-0 sigri en töpuðu síðan 6-1 gegn Valsmönnum þar sem Grindavíkurliðið var skipað ungum leikmönnum sem þrátt fyrir tapið stóðu sig með prýði.

 

Það kemur væntanlega í ljós eftir Tyrklandsför Grindvíkinga hvort samið verði við Mounir Ahandour og Bojan.

 

VF-mynd/ Mounir í leik með Grindavík gegn Fylki

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024