Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mótvindur hjá Grindvíkingum
Þriðjudagur 3. nóvember 2009 kl. 09:45

Mótvindur hjá Grindvíkingum


Grindavík tapaði á heimavelli gegn Hamri í gærkvöldi í Iceland Express-deild karla. Tíu stiga munur skildu liðin að í lokin, 77-87 í gærkvöld.  Hamarsmenn léku á als oddi og náðu mest 20 stiga forskoti gegn kanalausu liði Grindvíkinga. Staðan í hálfleik var 41-29, Hamar í vil.
Þorleifur Ólafsson var sá eini af heimamönnum sem lék af eðlilegri getu en hann skoraði 32 stig. Lið Grindavíkur hefur ekki haft meðbyr upp á síðkastið, er nú í 7. sæti með 4 stig. Liðinu var spáð meistaratitlinum.

--

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/Hilmar Bragi - Þorleifur Ólafsson var sá eini í liði Grindvíkinga sem lét að sér kveða í leiknum gegn Hamri.