Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mótsmet og fjöldi verðlauna
Elísabet Arnoddsdóttir og Guðmundur Leó Rafnsson gerðu góða hluti á Gullmóti KR.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 16. febrúar 2023 kl. 06:56

Mótsmet og fjöldi verðlauna

Gullmót KR fór fram í Laugardalslaug um helgina. Sundfólk ÍRB vann til fjölmargra verðlauna og var mikið um tímabætingar.

Elísabet Arnoddsdóttir átti gott mót en hún setti tvö mótsmet í flokki 13–14 ára kvenna. Fyrst setti hún mótsmet í 50 metra flugsundi þegar hún sigraði sinn aldursflokk í úrslitasundinu í Super Challenge og daginn eftir setti hún nýtt mótsmet í flokki 13–14 ára í 100 metra baksundi.

Guðmundur Leó Rafnsson setti einnig tvö mótsmet en hann setti tvöfalt mótsmet í 200 metra baksundi þegar hann sigraði í þeirri grein á flottum tíma. Þar bætti hann metið í flokki 16–18 ára og jafnframt bætti hann metið í opnum flokki sem var orðið nokkuð gamalt en það met hafði staðið frá árinu 2006 – fæðingarári Guðmundar Leós.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024