Motocross við Sólbrekku á morgun
Vélhjólaíþróttarfélag Reykjaness (VÍR) mun halda mótocross keppni á Sólbrekkubraut á morgun laugardaginn 23. júlí og er keppnin liður í Íslandsmeistaramótinu.
Keppnin mun hefjast með tímatökum um morguninn kl 9:00 og verður keppt í öllum flokkum: Unglingaflokkum, kvennaflokkum og karlaflokkum sem eru MX1 meistaraflokkur og MX2 sem er b flokkur. Fullorðins flokkarnir eru svo keyrðir eftir hádegi.
Núverandi Íslandsmeistari í mótorcross er Aron Ómarsson sem keppir fyrir hönd VÍR.
Allir bestu hjólarar landsinns munu mæta til keppni og má búast við hörku hasar. Þess ber að geta að mótocrossbrautin í Sólbrekku hefur aldrei verið betri og þá sérstaklega til áhorfs, brautin öll sést vel frá áhorfendastæðum þannig að gott er að fylgjast með stöðu keppanda.
Veitingar verðar á svæðinu þannig að enginn ætti að svelta á löngum degi, einnig er klósettaðstaða góð.
Ekið er inn á svæðið frá Grindavíkurvegi beygt við Seltjörn og ekið í gegnum Sólbrekkuskóg, leiðin verður líka merkt þannig að enginn ætti að villast.
500 krónur kostar inn á keppnissvæðið.