Motocross: Suðurnesjamenn á toppnum
Suðurnesjamennirnir Gylfi Freyr Guðmundsson og Aron Ómarsson urðu í tveimur efstu sætum á BT móti „Þeirra bestu” í motocrossi á Selfossi laugardaginn 24.júní s.l. þar sem samankomnir voru um 40 bestu ökumenn landsins í motocrossi í boði BT og Motocrossfélagi Árborgar.
Gylfi Freyr varð í 1.sæti. Hann átti einnig besta tímann, setti nýtt brautarmet. Aron varð í 2. sæti og vann einnig “Holeshot”.
Þeir Gylfi og Aron komu svo sannarlega og sigruðu með yfirburðum í þessari hörkuspennandi keppni “Þeirra bestu” og báru af öðrum keppendum. Ljóst er að Vélhjólaíþróttafélag Suðurnesja á nú orðið tvo bestu motocross-ökumenn landsins.
Myndir: Gylfi og Aron í brautinni