Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mörg lið hafa áhuga á Keflvíkingum
Miðvikudagur 6. október 2004 kl. 17:10

Mörg lið hafa áhuga á Keflvíkingum

Mikið hefur verið skeggrætt um framhaldið hjá nýkrýndum bikarmeisturum Keflavíkur í knattspyrnu.

Viðræður standa yfir milli stjórnar og þjálfarans, Milans Stefáns Jankovic, um framlengingu samnings hans og eins eru margir leikmenn með samninga sem renna út nú í haust.

Víkurfréttir höfðu samband við Harald Guðmundsson og Þórarinn Kristjánsson í dag, en þeir vöktu verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína í sumar.

Haraldur var nálægt því að fara út í atvinnumennsku í vor. Hann segir þó að vel komi til greina að leika áfram með Keflavík en þrjú önnur efstu deildarlið hafa verið í sambandi við hann. „Ég á von á að fá samningstilboð frá Keflavík á næstunni og skoða þau mál. mér liggur ekkert á.“

Fáir leikmenn í deildinni jafnast á við Þórarinn þegar kemur að markaskorun og eftir frekar rólega byrjun á tímabilinu hrökk hann í gang og endaði í þriðja sæti yfir markahæstu menn Landsbankadeildarinnar. Hann segist hafa heyrt frá fjölmörgum liðum hér heima og erlendis eftir að tímabilinu lauk. Hann segist enn vonast til að komast út í atvinnumennskuna. „Ég vona bara það besta, en sit samt rólegur þar til annað kemur í ljós.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024