Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mögnuð þriggjastigaskytta
Thelma Dís lætur vaða í leik gegn Haukum fyrr í vetur. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 4. mars 2024 kl. 09:42

Mögnuð þriggjastigaskytta

Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur og íslenska landsliðsins, var sjóðandi heit í þriggjastigakeppni Nettómótsins og setti niður fjórtán af fimmtán skotum sínum fyrir utan þriggjastigalínuna.

Það hefur vart farið framhjá neinum að Nettómótið í körfubolta, stærsta körfuboltamót tímabilsins, var haldið í Reykjanesbæ um helgina. Á kvöldvökunni á laugardagskvöld var þriggjastigakeppnin m.a. haldin og þar sýndi Thelma hversu mögnuð skytta hún er og stóð að lokum uppi sem sigurvegari, Igor Maric, einnig leikmaður Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndskeiðið sem fylgir fréttinni sýnir hvernig Thelma sallar niður hverju skotinu af öðru.