Mögnuð frammistaða Jóns Axels
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í körfu átti magnaðan leik með liði sínu í gær þegar Davidson mætti Kentucky í March Madness útslitakeppninni í háskólaboltanum.
Jón Axel átti rólegan fyrri hálfleik en þegar flautað var til seinni hálfleiks fór hann heldur betur í gang og byrjaði seinni hálfleikinn á því að setja niður þrjár þriggja stiga körfur og kom þar með Davidson aftur í leikinn. Jón Axel fór mikinn í seinni hálfleik og var hann allt í öllu hjá liðinu, leikmaðurinn endaði með 21 stig og var stigahæstur hjá Davidson, hann var einnig með 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.
Lokatölur leiksins voru 73-78 fyrir Kentucky, liðið er eitt það sterkasta í deildinni og er því frammistaða Davidson góð gegn svona sterku liði en Jón Axel og félagar börðust fram á lokasekúndu leiksins og gáfust aldrei upp.
Hér að neðan má sjá myndband frá þriggja stiga körfum Jóns Axels.