Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mögnuð endurkoma hjá Njarðvík
Hardy bjargaði Njarðvíkingum í dag.
Laugardagur 5. janúar 2013 kl. 18:06

Mögnuð endurkoma hjá Njarðvík

Þjálfarinn Lele Hardy tryggði Njarðvík sigur gegn Fjölnisstúlkum á lokasekúndum 87-85 í Ljónagryfjunni í Njarðvík þegar liðin mættust í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag. Staðan var 29:44 í hálfleik og mest komust gestirnir 20 stigum yfir í leiknum og fátt benti til þess að Íslands- og bikarmeistararnir ætluðu sér nokkuð úr þessum leik. 

Þegar tæp mínúta var eftir var staðan 80:84 gestunum í vil. Svava Ósk Stefánsdóttir setti þá niður þrist fyrir Njarðvík og minnkar muninn í 1 stig.  Fjölnisstúlkur setja niður víti og koma muninum aftur upp í 2 stig 83:85. Lele Hardy braust svo í gegn í næstu sókn og skoraði ásamt því að brotið var á henni þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Hardy skoraði úr vítaskotinu og kom Njarðvíkingum yfir í fyrsta sinn í leiknum.

Í síðustu sókn Fjölnis missti Britney Jones boltann út af og það var svo Lele Hardy sem innsiglaði sigurinn á vítalínunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hardy átti algeran stórleik en hún skoraði hvorki meira né minna en 46 stig í leiknum en auk þess tók hún 18 fráköst og átti 8 stoðsendingar.