Möggumótið á laugardag
Möggumótið í fimleikum fer fram í Íþróttahúsinu að Sunnubraut í Keflavík á laugardag kl. 10:00. Mótið verður haldið í A-sal íþróttahússins en þetta er í fjórða sinn sem Möggumótið fer fram.
Mótið heitir í höfuðið á stofnanda deildarinnar, Margréti Einarsdóttur. Gestir mótsins munu koma frá Fimleikadeild Ármanns og Björkunum í Hafnarfirði en keppt verður í grunnæfingum íslenska fimleikastigans.
VF-Mynd/ [email protected] - Margrét Einarsdóttir, stofnandi Fimleikadeildar Keflavíkur er á minni myndinni en á þeirri stærri er ung fimleikadama að leika lystir sínar.