Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mjólkurbikarinn súr fyrir Suðurnesjaliðin
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 27. júní 2019 kl. 22:35

Mjólkurbikarinn súr fyrir Suðurnesjaliðin

Grindvíkingar runnu rækilega á rassgatið í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Þeir fóru í Hafnarfjörð þar sem þeir fengu á sig sjö mörk en skoruðu aðeins eitt.

Grindvíkingar léku einum manni færri frá 30. mínútu þegar Vladimir Tufegdzic var sendur í sturtu með rautt spjald. Þá var staðan 2-0 fyrir FH og mörkin voru orðin fimm áður en flautað var til leikhlés

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

FH-ingar bættu við tveimur mörkum í síðari hálfleik en Marc McAusland klóraði í bakkann fyrir Grindavík með einu marki undir lok leiks.

Í Vesturbænum tóku KR-ingar á móti Njarðvíkingum. Þar fóru leikar þannig að KR vann með þremur mörkum gegn engu. Þar með eru Suðurnesjaliðin úr leik í Mjólkurbikar karla þetta árið.