Mjólkurbikar karla byrjar í vikunni
Leik hætt í Lengjubikarnum og Meistarakeppni KSÍ verður ekki í ár
Forkeppni Mjólkurbikars karla hefst fimmtudaginn 22. apríl þegar Njarðvík mætir KH í Reykjaneshöllinni klukkan 14:00.
Á föstudag verða leikir þriggja Suðurnesjaliða; Grindavík mætir Smára í Fagralundi, Þróttur leikur gegn KV á KR-vellinum og Víðir mætir Létti á Hertz-vellinum, allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.
Reynismenn fara til Eyja á laugardag og mæta ÍBV á Hásteinsvelli klukkan 14:00.
Mjólkurbikar kvenna:
Grindavík mætir Hamar frá Hveraragerði í Mjólkurbikar kvenna þann 1. maí og fer leikurinn fram á heimavelli Grindvíkinga klukkan 14:00.
Pepsi Max-deild karla:
Opnunarleikur Pepsi Max-deildar karla verður föstudaginn 30. apríl þegar Valsmenn taka á móti ÍA. Fyrsti leikur Keflvíkinga verður sunnudaginn 2. maí klukkan 19:15 þegar þeir mæta Víkingum á Víkingsvellinum.
Pepsi Max-deild kvenna og aðrar deildir
Mótanefnd KSÍ gerir engar breytingar á uppsetningu leikjadagskrár í öðrum deildum en Pepsi Max-deild karla og Mjólkurbikar karla því munu leikir hefjast í þeim á tilsettum tíma.
Pepsi Max-deild kvenna (Keflavík), Lengjudeildirnar karla (Grindavík) og kvenna (Grindavík), önnur deild karla (Njarðvík, Reynir og Þróttur) og þriðja deild karla (Víðir() hefja leik um viku eftir að leikir í efstu deild karla hefst.