Mjög góður árangur á Alþjóðamóti Ægis
Glæsilegur árangur náðist hjá sundfólki ÍRB á Alþjóðamóti Ægis sem haldið var í nýju innilauginni í Laugardal um helgina.
Hæst bar þó árangur Helenu Óskar Ívarsdóttur þegar hún sigraði í 100m bringusundi á frábærum tíma og náði um leið lágmörkum á Evrópumeistaramót unglinga. Helena Ósk sigraði einnig í 200m bringusundi þar sem hún stórbætti sinn fyrri tíma.
Elín Óla Klemenzdóttir náði einnig stórgóðum árangri og náði lágmörkum inní unglingalandslið Íslands þegar hún bætti verulega sinn fyrri árangur í 100m bringusundi. Guðni Emilsson skaraði einnig fram úr, en hann sigraði í fjórum greinum á mótinu. Mikil stemmning skapaðist í úrslitum, frábærar aðstæður og bein útsending í sjónvarpi. Í heildina var liðið frábært og voru sundmennirnir að synda á mjög góðum tímum, margir voru í úrslitum og unnu þau til fjölda verðlauna.
Mynd: Helena Ósk náði bestum árangri ÍRB-liða á mótinu