Mist bætist í landsliðshópinn
Greint var frá því í gær að systurnar Björg Ásta og Guðný Petrína Þórðardætur hefðu verið valdar til æfinga með A-landsliði kvenna í knattspyrnu sem æfa mun um helgina.
Nú hefur Mist Elíasdóttir, markvörður, bæst í hópinn en Mist lék með FH á síðustu leiktíð og þar áður með KR en hefur snúið aftur í raðir Keflvíkinga. Mist á að baki leiki með U 17 og U 19 ára landsliðum Íslands.