Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Misstu leikinn í 3. leikhluta
Föstudagur 17. mars 2006 kl. 23:19

Misstu leikinn í 3. leikhluta

Grindvíkingar verða að treysta á heimavöll sinn til að komast í undanúrslit eftir tap gegn Skallagrími í kvöld, 95-81.

Grindvíkingar hófu leikinn vel og voru yfir í hálfleik, en lentu í slæmum kafla í 3. leikhluta og voru eftir það að elta heimamenn.

„Við höndluðum það bara vitlaust og fórum að spila illa,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, í samtali við Víkurfréttir. „Við vorum að láta smáhluti fara í taugarnar á okkur og sömuleiðis fengu Skallagrímsmenn aukið sjálfstraust og fóru að hitta vel úr skotunum sínum. Við mætum hins vegar klárir á sunnudag og það er enginn beygur í okkur. við vitum hvað við gerðum rangt í kvöld og munum laga það.“

Mynd úr leik liðanna fyrr í vetur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024