Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Minningarmót um Ragnar Margeirsson í Reykjaneshöllinni í dag
Laugardagur 25. febrúar 2012 kl. 14:01

Minningarmót um Ragnar Margeirsson í Reykjaneshöllinni í dag


Það verða margar fyrrverandi knattspyrustjörnur sem munu sprikla í Reykjaneshöllinni síðdegis í dag þegar minningarmót um Ragnar heitinn Margeirsson, landsliðsmann í knattspyrnu, fer fram. Allur ágóði af mótinu mun renna til styrktar fjölskyldu Sigursteins heitins Gíslasonar. Mótið er ætlað eldri drengjum eins og það er orðað í tilkynningu frá vinum Ragnars. Mótið hafa þeir nokkrum sinnum haldið áður en um tíu ár eru liðin frá andláti Ragnars sem gerði garðinn frægan á sínum tíma með Keflavík, Fram og KR hérlendis en einnig í Belgíu og í Þýskalandi. Ragnar hefði orðið fimmtugur á þessu ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Afraksturinn af mótinu rennur iðulega til góðra málefna og að þessu sinni rennur hann óskiptur til fjölskyldu Sigursteins sem tók sjálfur oft þátt í minningarmótinu. Styrktaraðili sem ekki vill láta nafns síns getið mun greiða þann kostnað sem af mótinu hlýst.

Allir eru velkomnir í Reykjaneshöllina í dag til að sjá skemmtilega knattspyrnutakta.

Á myndinni að ofan er Sigurður Björgvinsson með boltann í mótinu í fyrra en hann er einn af mörgum þekktum fyrrverandi knattspyrnuköppum sem koma í mótið.