Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Minningarmót um Ragnar Margeirsson í Reykjaneshöllinni á laugardag
Föstudagur 26. febrúar 2010 kl. 16:41

Minningarmót um Ragnar Margeirsson í Reykjaneshöllinni á laugardag

Fjórtán lið keppa um Ragnarsbikarinn í minningarmóti um Ragnar Margeirsson, knattspyrnumann úr Keflavík sem lést 2002. Margir kunnir kappar hafa tekið fram skóna og ætla að sprikla á gerfigrasinu í Reykjaneshöllinni á morgun, laugardag frá kl.16.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við, sem stöndum að mótinu leggjum aðal áherslu á að þetta verði skemmtileg uppákoma, sem við viljum gera að árlegum viðburði. Markmiðið er að hittast og deila saman góðum minningum og eiga glaðan dag í knattspyrnu,“ sagði Sigurður Garðarsson, einn forsvarsmanna mótsins í samtali við vf.is.