Minningarmót Ragnars Margeirssonar í febrúar
Til styrktar fjölskyldu Steinars Ingimundarsonar
Knattspyrnumót til minningar um Keflvíkinginn Ragnar Margeirsson verður haldið í Reykjaneshöllinni 22. febrúar næstkomandi en mótið hefur verið árlegur viðburður síðan árið 2003.
Allur ágóði og fé sem safnast af þessu tilefni, mun renna til fjölskyldu Steinars Arnar Ingimundarsonar, sem lést á síðasta ári aðeins 44 ára að aldri eftir langvarandi veikindi.
Steinar hafði sterka tengingu við Suðurnesin eftir að hafa spilað með Víði og þjálfað kvennalið Keflavíkur. Af þeim sökum standa vinir Ragga og Knattspyrnufélagið Víðir sameiginlega að mótinu í ár. Strax að móti loknu fer fram verðlaunaafhending þar sem boðið verður uppá léttar veitingar.
Frjáls framlög einstaklinga og félaga eru auk þess vel þegin til styrktar fjölskyldu Steinars.
Þátttökugjaldið er kr. 20.000 á lið. Skráning fer fram með því að hafa samband við [email protected]. Liðum ber að greiða kr. 5.000 fyrir 15. febrúar til að staðfesta þátttöku.
Þátttökugjald eða styrkir leggist inná reikning nr. 121-05-10026, kt. 180161-4229.
Ragnar Margeirsson lék fyrir öll landslið Íslands og skoraði fyrir þau öll. Hann lék með liðum Keflavíkur, Fram og KR hér á landi, og var um skeið atvinnumaður í Belgíu.
Landslið | Tímabil | Leikjafjöldi | Markafjöldi |
---|---|---|---|
A landslið | 1981-1992 | 46 leikir | 5 mörk |
U21 landslið | 1982 | 6 leikir | 1 mark |
U19 landslið | 1978 | 7 leikir | 2 mörk |
U17 landslið | 1978 | 8 leikir | 4 mörk |
Ýmsar kempur hafa látið sjá sig á mótinu í gegnum tíðina.
Steinar Jóhannsson faðir Guðmundar Steinarssonar, þeir feðgar eru marksæknir með eindæmum.