Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Minningarmót Ragnars Margeirssonar í dag
Laugardagur 23. febrúar 2013 kl. 10:12

Minningarmót Ragnars Margeirssonar í dag

Hið árlega knattspyrnumót eldri drengja (35+) til minningar um knattspyrnumanninn Ragnar Margeirsson, verður haldið í Reykjaneshöll í dag, laugardaginn 23. febrúar.

Ragnar lék á sínum tíma hérlendis með Keflavík, KR og Fram auk þess sem hann lék sem atvinnumaður í Belgíu og Þýskalandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Afrakstur af mótinu rennur ávallt til góðra málefna. Í fyrra var það fjölskylda Sigursteins Gíslasonar sem naut góðs af. Að þessu sinni mun ágóði mótsins renna til fjölskyldu knattspyrnumannsins úr Eyjum, Steingríms Jóhannessonar, sem lést á sl. ári. Einnig er tekið við frjálsum framlögum til styrktar málefninu.