Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Minningarmót Ragnars Margeirssonar
Þriðjudagur 6. febrúar 2018 kl. 10:51

Minningarmót Ragnars Margeirssonar

Hið árlega minningarmót um Keflvíkinginn Ragnar Margeirsson, sem lék m.a. með Keflavík, KR og Fram, verður haldið í Reykjaneshöll laugardaginn 24. febrúar. Mót þetta hefur verið vel sótt undanfarin ár og mikil ánægja verið á meðal eldri drengja, sem hafa sótt mótið. Aðstandendur viðburðarins, sem kalla sig „vinir Ragga Margeirs“ hafa tekið upp þann sið að safna fé og láta afraksturinn ganga til góðs málefnis.

Þetta verður í fjórtánda sinn sem komið er saman til að minnast Ragnars Margeirssonar, fyrrverandi knattspyrnusnillings, en hann lést langt fyrir aldur fram í febrúar á árinu 2002.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vinir Ragga Margeirs bjóða öllum að koma við í Reykjaneshöllinni og fylgjast með fyrrverandi knattspyrnusnillingum leika listir sínar og eiga saman góða stund. Mótið hefst um kl. 16:00 og lýkur um kl. 18:30.

- Leikið verður á 4 litlum völlum (50 x 32).
- Leikmannafjöldi: 6 í liði (5 útileikmenn og markvörður)
- Aldurstakmark; keppt í 35+ aldursflokki og 50+ aldursflokki
- Hámarksfjöldi liða í mótið eru 16 lið

- Þátttökugjald er að lágmarki 25.000 kr. á lið
- Staðfestingargjald (5000 kr. - sem dregst frá þátttökugjaldi) skal greitt eigi síðar en 25. febrúar
- Þátttökugjald leggist inn á eftirfarandi reikning: 121 - 05 - 10026, kt. 180161-4229
- Að móti loknu verður verðlaunaafhending ásamt því sem boðið verður upp á léttar veitingar

Þeir sem vilja láta fé af hendi rakna af þessu tilefni og styrkja gott málefni, geta gert það með því að leggja inná reikning nr. 121-05-10026, kt. 180161-4229.

Þátttökutilkynningar sendist á [email protected]