Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Minningarmót Gumma Steins á laugardag
Mánudagur 22. desember 2014 kl. 13:32

Minningarmót Gumma Steins á laugardag

Hið árlega minningarmót um Guðmund Steinsson, fyrsta formann HKR sem lést af slysförum langt um aldur fram, fer fram þann 27. desember næstkomandi í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Á minningarmótinu munu flestir flokkar félagsins etja kappi sín á milli þar sem gleði og ánægja munu vera aðalsmerki dagsins.

Mótið mun hefjast kl 16:15 og nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á heimasíðu félagsins www.hkr.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Allir eru hvattir til að mæta á þessa síðustu handboltaleiki ársins og sjá fulltrúa framtíðar, nútíðar og fortíðar spila handbolta og minnast góðs félaga í leiðinni. Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Einari í síma 896-5512.