Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Minningarmót Guðmundar Steinssonar á morgun
Föstudagur 3. janúar 2014 kl. 14:48

Minningarmót Guðmundar Steinssonar á morgun

Minningarmót Guðmundar Steinssonar, fyrsta formann Handknattleiksdeildar Reykjanesbæjar (HKR) verður haldið laugardaginn 4. janúar í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Mótið hefst kl. 14:30.

Tíu leikir eru á dagskrá mótsins og verðlaunaafhending verður kl. 18:30.

Foreldrar sem eiga börn sem stunda handbolta í hvaða flokki sem er og hafa t.d. æft, horft á eða bara haldið á handbolta og hafa áhuga á að taka þátt í þessum skemmtilega degi og spila við 4. flokk kl. 15:30, vinsamlegast hafið samband við Einar í síma 896 5512.

Allir eru hvattir til að mæta á þessa fyrstu handboltaleiki ársins hjá HKR og sjá framtíðina, nútíðina og fortíðina spila handbolta og minnast góðs félaga.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024