Milan Stefán valinn besti þjálfarinn
Umferðir 8-14 í Landsbankadeild karla voru gerðar upp í höfðustöðvum KSÍ í hádeginu í dag. Þjálfari Grindavíkur, Milan Stefán Jankovic, var valinn besti þjálfarinn en Grindvíkingar fengu einnig verðlaun fyrir bestu stuðningsmennina.
Eftir erfiða byrjun á mótinu settu stuðningsmenn Grindvíkingar saman stuðningsmannahóp sem hefur staðið þétt við bakið á sínu liði. Þetta stuðningsmannaátak á eflaust mikinn þátt í góðu gengi Grindavíkurliðsins upp á síðkastið og eru Grindvíkingar vel að stuðningsmannaverðlaununum komnir. Þeir hafa sýnt stuðning sinn í verki, komið prúðmannlega og drengilega fram og verið félagi sínu til mikils sóma.
Grindvíkingar stóðu sig vel í umferðum 8-14 og fengu 14 stig af 21 stigi mögulegu. Þeir töpuðu aðeins einum leik, gegn Val í 13 umferð, en unnu fjóra leiki og gerðu þrjú jafntefli.
Jóhann Berg Guðmundsson úr Breiðabliki var valinn besti leikmaður umferðanna. Dómarinn Kristinn Jakobsson var valinn besti dómarinn.
Lið umferðanna 8-14:
Markvörður:
Stefán Logi Magnússon – KR
Varnarmenn:
Auðun Helgason – Fram
Grétar Sigfinnur Sigurðsson – KR
Guðjón Árni Antoníusson – Keflavík
Guðmundur Reynir Gunnarsson – KR
Tengiliðir:
Arnar Grétarsson – Breiðablik
Hólmar Örn Rúnarsson – Keflavík
Sigmundur Kristjánsson – Þróttur
Tryggvi Guðmundsson – FH
Framherjar:
Björgólfur Takefusa – KR
Jóhann Berg Guðmundsson – Breiðablik
Mynd: Milan Stefán Jankovic