Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Milan Stefán í tveggja leikja bann
Miðvikudagur 8. september 2004 kl. 16:41

Milan Stefán í tveggja leikja bann

Milan Stefán Jankovic, þjálfari Keflavíkur, var dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ í gær. Hann fékk rauða spjaldið fyrir áköf mótmæli eftir að dómari hafði flautað af leik Keflavíkur og ÍA á dögunum.

Hann mun því ekki geta stýrt sínum mönnum í síðustu leikjum deildarinnar, en þeir eru gegn Grindavík og Fram. Keflvíkingurinn Zoran Daníel Ljubicic var dæmdur í eins leiks bann fyrir fjögur gul spjöld sem og Grindvíkingarnir Óli Stefán Flóventsson og Gestur Gylfason.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024