Miklivægur leikur í Grindavík
Grindavík fær ÍBV í heimsókn á Grindavíkurvöll kl. 18:00 í dag. Þetta er úrslitaleikur um það hvoru liðinu tekst að tryggja veru sína í úrvalsdeildinni. Þess vegna er mikið í húfi fyrir bæði lið og má því reikna með mikilli baráttu á vellinum.
Nokkur meiðsli hafa stungið sér niður í herbúðum Grindvíkinga og óvíst með þátttöku tveggja til þriggja lykilmanna.