Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miklir yfirburðir í Ljónagryfjunni
Veigar Páll setur niður annan af tveimur þristum sínum í sigrinum í kvöld. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 3. desember 2021 kl. 23:02

Miklir yfirburðir í Ljónagryfjunni

Keflvíkingar keyrðu yfir KR

Keflvíkingar unnu KR-ingaí kvöld og halda efsta sætinu í Subway-deild karla í körfuknattleik. Veigar Páll Alexandersson fór mikinn í fyrirhafnarlitlum sigri Njarðvíkinga á liði Vestra.

Njarðvík - Vestri 98:69

(27:20, 25:12, 19:16, 27:21)

Njarðvíkingar áttu í litlum vandræðum með Ísfirðingana í Ljónagryfjunni í kvöld og sigur heimamanna var aldrei í hættu. Veigar Páll kom kraftmikill af bekknum og var atkvæðamestur Njarðvíkinga með 21 stig.

Leikurinn var nokkuð merkilegur fyrir þær sakir að Haukur Helgi Pálsson sneri aftur á parketið eftir meiðsli. Haukur var inn á í sautján mínútur en náði ekki að setja sitt mark á leikinn. Gleðilegt engu að síður að hann sé búinn að jafna sig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hér setur Haukur Helgi niður sín fyrstu stig fyrir Njarðvík á þessari leiktíð.

Frammistaða Njarðvíkinga: Veigar Páll  Alexandersson 21, Nicolas Richotti 19, Fotios Lampropoulos 18/5 fráköst, Dedrick Deon Basile 17/7 fráköst/8 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 8, Elías Bjarki Pálsson 4, Mario Matasovic 4/5 fráköst, Jan Baginski 3, Haukur Helgi Pálsson 2, Ólafur Helgi Jónsson 2, Bergvin Einir Stefánsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0.

Tölfræði leiks.


David Okeke var stigahæstur og með flest fráköst í leik KR og Keflavíkur í kvöld.

KR - Keflavík 88:108

(31:25, 19:30, 20:24, 18:29)

Það voru heimamenn sem byrjuðu betur gegn Keflavík í kvöld og leiddu eftir fyrsta leikhluta. Þá kom frábær leihluti hjá Keflvíkingum sem settu niður þrjátíu stig gegn nítján stigum KR-inga og höfðu fimm stiga forskot í hálfleik. Keflavík jók muninn í þriðja hluta og flugu fram úr þeim röndóttu í síðasta leikhlutanum.

David Okeke og Domynikas Milka voru í essinu sínu í kvöld og réðu lögum og lofum undir körfunni, Okeke með 24 stig og tólf fráköst og Milka með 23 stig og níu fráköst. 

Frammistaða Keflvíkinga: David Okeke 24/12 fráköst, Dominykas Milka 23/9 fráköst, Jaka Brodnik 17/9 fráköst, Valur Orri Valsson 14/8 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 12/7 fráköst/8 stoðsendingar, Calvin Burks Jr. 10, Halldór Garðar Hermannsson 5, Magnús Pétursson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Ágúst Orrason 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Frosti Sigurðsson 0.

Tölfræði leiks.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í Ljónagryfjunni í kvöld og má sjá svipmyndir úr leik Njarðvíkur og Vestra í myndasafni neðst á síðunni.

Njarðvík - Vestri (98:69) | Subway-deild karla 3. desember 2021

Tengdar fréttir