Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miklir yfirburðir Grindvíkinga
Laugardagur 18. febrúar 2006 kl. 20:59

Miklir yfirburðir Grindvíkinga

Grindvíkingar báru höfuð og herðar yfir granna sína frá Keflavík í dag er þeir sigruðu í viðureign liðanna í bikarúrslitunum í Laugardalshöll. Lokatölur leiksins voru 93 – 78 en staðan í hálfleik var 55 – 34 eftir ótrúlegan 2. leikhluta hjá Grindavík. Munurinn var einfaldlega orðinn of mikill fyrir Keflavík og því héldu Grindvíkingar fengnum hlut í seinni hálfleik.

Jeremiah Johnson gerði 26 stig fyrir Grindavík og Helgi Jónas Guðfinnsson gerði 23 stig. Hjá Keflavík var AJ Moye með 20 stig og Gunnar Einarsson gerði 16 stig.

Nánar verður fjallað um leikinn á morgun í máli og myndum og þá verður einnig hægt að skoða myndbrot úr Höllinni sem og viðtöl við leikmenn og þjálfara.

VF – myndir/ Þorgils Jónsson og Jón Björn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024