Miklar framfarir á innanfélagsmóti Keflavíkur
Innanfélagsmót fimleikadeildar Keflavíkur var haldið á laugardaginn fyrir keppnishópa. Mótið fór vel fram og var hið skemmtilegasta. Allir keppendur lögðu sig mikið fram og voru að sína miklar framfarir.
Laufey Ingadóttir vann titilinn Innanfélagsmeistari fimleikadeildar Keflavíkur í áhaldafimleikum kvenna að þessu sinni. Í áhaldafimleikum karla varð svo Atli Viktor Björnsson innanfélagsmeistari.
Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman vann titilinn stökkfimimeistari fimleikadeildar Keflavíkur á mótinu.
Það var svo hópurinn H2 fór með sigur að hólmi í keppninni um
titilinn hópfimleikameistari fimleikadeildar Keflavíkur.