Mikilvægur sigur Njarðvíkinga
Njarðvíkingar unnu mikilvægan útisigur á Ægismönnum í 2. deild karla í knattspyrnu í gær. Lokastaðan var 0-1 en það var Gísli Freyr Ragnarsson sem skoraði mark Njarðvíkinga á 64. mínútu. Með sigrinum eru Njarðvíkingar komnir með 10 stig en verma neðsta sæti deildarinnar. Næstu lið fyrir ofan eru með 12 stig svo lokaspretturinn verður spennandi í 2. deildinni.