Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mikilvægur sigur Njarðvíkinga
Mánudagur 17. febrúar 2014 kl. 09:19

Mikilvægur sigur Njarðvíkinga

Njarðvíkingar halda sér á floti í Domino's deild kvenna eftir 74-67 sigur í framlengingu gegn KR á heimavelli sínum í gær. Staðan var 63-63 að loknum venjulegum leiktíma en spennan var mikil. Njarðvíkingar höfðu töluverða yfirburði í framlengingunni og sigruðu hana 11-4. Nikitta Gartrell var atkvæðamest hjá Njarðvíkingum með 24 stig og 15 fráköst en Guðlaug Björt Júlíusdóttir skoraði 16 stig.

Nú munar aðeins tveimur stigum á Njarðvíkingum og Grindvíkingum en þær síðarnefndu töpuðu leik sínum í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umfjöllun á Karfan.is

Njarðvík: Nikitta Gartrell 24/15 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 16/5 fráköst, Ína María Einarsdóttir 14, Salbjörg Sævarsdóttir 6/13 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Heiða B. Valdimarsdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Dísa Edwards 0, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0, Sara Dögg Margeirsdóttir 0, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0.