Mikilvægur sigur hjá Keflavík gegn KR
Keflavíkurstúlkur unnu mikilvægan sigur á KR í Domino’s deild kvenna í körfubolta í Blue höllinni í gær. Með sigrinum skaust liðið upp í 3. sæti en það þarf að vera í einu af fjórum efstu sætunum til að komast í fjögurra liða úrslitakeppni. Liðinu hefur gengið illa í síðustu leikjum og því var þessi sigur kærkominn.
Leikurinn var hnífjafn allan tímann en Keflavík með Danielu Wallen í fararbroddi var sterkari aðilinn í lokafjórðungnum og tryggði sér sigur á síðustu mínútunum. Daniela skoraði 29 stig og tók 9 fráköst. Fjórar Keflavíkurstúlkur voru með í kringum 10 stig hver. Á köflum treysta þær of mikið á Danielu en liðið er ungt og mjög efnilegt og margar yngri bíða tækifæra og leika nú með b-liði félagsins í 1. deildinni. Þannig að framtíðin er mjög björt hvað það varðar.
Á sama tíma léku grannarnir úr Grindavík gegn Val á útivelli og töpuðu stórt 118:55. Liðið er í neðsta sæti.
Keflavík-KR 77-71 (19-20, 23-20, 18-19, 17-12)
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 29/9 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 11/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 10, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Elsa Albertsdóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 2/4 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Sara Lind Kristjánsdóttir 0.
KR: Danielle Victoria Rodriguez 34/4 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 17/14 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 8, Margrét Kara Sturludóttir 5/6 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 3, Ástrós Lena Ægisdóttir 3, Sanja Orozovic 1/6 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 0, Jenný Lovísa Benediktsdóttir 0, Þóra Birna Ingvarsdóttir 0, Hildur Björg Kjartansdóttir 0, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0.
Katla Rún og Irena Sól slógu á létta strengi.