Mikilvægur sigur hjá Grindvíkingum á Króknum
Grindavík sigraði Tindastól 82:92 á sauðárkróki í kvöld en staðan í hálfleik var 43:49. Grindvíkingar voru betri allan leikinn og náðu mest 16 stiga forskoti. Tyson Petterson var bestur í liði gestanna og skoraði 28 stig.Grindavík stendur vel að vígi því næsti leikur fer fram í Grindavík þar sem þeir geta klárað dæmið.