Mikilvægur sigur Grindvíkinga
Grindvíkingar sigruðu ÍR-inga 106-100 eftir framlengingu í kvöld.
Grindvíkingar byrjuðu betur og leiddu leikinn allt frá upphafi. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-24 og í hálfleik var Grindavík yfir 36-46. Darrel Lewis var atkvæðamestur Grindvíkinga með 27 stig. Jeffrey Boschee var með 22 og Páll Axel 17 og 7 fráköst. Terrel Taylor var með 17 stig og 12 fráköst. Leikurinn endaði 89-89 eftir venjulegan leiktíma en Grindvíkingar voru sterkari í framlengingunni og uppskáru mikilvægan sigur.
Páll Axel Vilbergsson skoraði 19 stig í leiknum. Hann var ánægður með vörnina í leiknum „vörnin var að standa sig, það er eitthvað nýtt hjá okkur,” Hann sagði að þeir hafi verið með leikinn í höndunum allan leikinn en ÍR-ingar skoruðu þriggja stiga körfu undir blálok leiksins þannig að framlengja þurfti leikinn. „Við áttum framlenginguna en þó aldrei öruggt”. Hann var nokkuð sáttur við sinn leik „Ég vona að ég sé að rífa mig upp því ég hef ekki verið að spila góðan bolta að undanförnu,” hann bætti því við að það væri fyrst og fremst í höndum Grindvíkinga að komast í úrslitakeppnina og að þeir ætli að vinna báða leikina sem þeir eiga eftir og ætli ekki að treysta úrslitum í öðrum leikjum. Hann er ekkert smeykur við það þó málin þróast þannig að Grindvíkingar mæti Keflvíkingum í átta liða úrslitum. „Leikir við Keflavík eru alltaf skemmtilegir og hörku leikir og við verðum tilbúnir undir það ef málin þróast þannig”.
Grindvíkingar geta skotist uppfyrir KR-inga en þá verða Grindvíkingar að sigra KFÍ á þriðjudag og vinna KR-inga í sínum síðasta leik í deildinni í Röstinni á fimmtudag.
Næsti leikur hjá Grindvíkingum er gegn KFÍ næstkomandi þriðjudag kl. 19:15 og sagði Páll að Grindvíkingar myndu ekki vanmeta þá og mæta undirbúnir í leikinn.