Mikilvægur sigur gegn KR
Tyson-Thomas frábær í fyrsta leik
Njarðvíkurkonur unnu mikilvægan sigur á KR í toppbaráttunni í 1. deild kvenna í körfubolta í gær. Leikurinn fór fram í Njarðvík og höfðu heimakonur nokkuð þægilegan sigur 79:67 þar sem þær grænklæddu náðu mest 24 stiga forystu.
Carmen Tyson-Thomas lék sinn fyrsta leik með Njarðvíkingum en hún skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Björk Gunnarsdóttir stýrði leik Njarðvíkinga vel og skilaði 7 stoðsendingum í leiknum og skoraði 9 stig. Karen Dögg Vilhjálmsdóttir skoraði 12 stig fyrir Njarðvík og hin 16 ára gamla Hera Sölvadóttir stóð sig vel með 6 stig og 11 fráköst.
Næsti leikur liðsins er gegn ósigruðum Skallagrímskonum en Njarðvíkingar eru nú í fjórða sæti, tveimur stigum á eftir KR og Blikum.