Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mikilvægur Njarðvíkursigur - Keflvíkingar nældu í jafntefli í uppbótartíma
Þriðja marki Njarðvíkur fagnað í kvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 12. júlí 2019 kl. 01:22

Mikilvægur Njarðvíkursigur - Keflvíkingar nældu í jafntefli í uppbótartíma

Njarðvíkingar unnu góðan og mikilvægan sigur í kvöld á Víkingi Ólafsvík á Íslandsmótinu í knattspyrnu í Inkasso-deild karla á Rafholtsvellinum í Njarðvík. Lokastaðan var 3-0 fyrir Njarðvík.

Ivan Prskalo kom Njarðvíkingum á bragðið á 40. mínútu. Kenneth Hogg bætti svo við öðru marki Njarðvíkur þegar fjórar mínútur voru liðnar af uppbótartíma í fyrri hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hann var aftur á ferðinni á 58. mínútu með sitt annað mark í leiknum. Skömmu áður höfðu gestirnir misst mann útaf með rautt spjald. Talsvert var af spjöldum á lofti í Njarðvík. Njarðvíkingar fengu fjögur gul og Víkingar fjögur gul og eitt rautt.

Eftir leiki kvöldsins og þegar ellefu umferðir eru búnar þá eru Njarðvíkingar í 10. sæti deildarinnar með tíu stig.

Keflvíkingar eru í 6. sæti með 16 stig. Þeir gerðu jafntefli í kvöld á móti Fjölni á útivelli. Fjölnismenn voru yfir í leiknum þar til fjórar mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. Þá skoraði Rúnar Þór Sigurgeirsson fyrir Keflavík og tryggði stig úr viðureign kvöldsins.

Kenneth Hogg leikur á markvörð Víkings Ó. í kvöld og skorar sitt annað mark í leiknum.