Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mikilvægur leikur hjá Grindvíkingum í kvöld
Fimmtudagur 23. júlí 2015 kl. 07:00

Mikilvægur leikur hjá Grindvíkingum í kvöld

Flottur sigur á Fjarðarbyggð opnaði á baráttuna um Pepsí deildar sæti

1. deildar lið Grindavíkur leikur í kvöld mikilvægan leik í Íslandsmótinu þegar liðið fær Hauka í heimsókn en liðin sitja í 5. og 7 sæti deildarinnar með 20 og 16 stig, Grindvík 4 stigum á undan. Grindvíkingar gerðu góða ferð austur á sunnudag þegar liðið lagði Fjarðarbyggð að velli 0-3 og opnaði þar með baráttuna um Pepsí deildar sæti upp á gátt.

Búast má við hörkuleik í kvöld, en fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Hauka þar sem að Grindvíkingar misnotuðu vítaspyrnu og misstu í kjölfarið Óla Baldur Bjarnason útaf með rautt spjald eftir að hafa tæklað markvörð Hauka í tilraun til að ná frákastinu. Leikurinn var mikill baráttuleikur og má því búast við að bæði lið muni selja sig dýrt fyrir öll þrjú stigin í kvöld en jafntefli yrði vonbrigði fyrir bæði lið. Til þess að Grindvíkingar blandi sér í baráttu um Pepsí deildar sæti þarf liðið klifra upp töfluna á næstu vikum án þess að misstíga sig illa. Grindavík er 7 stigum á eftir toppliði Þróttar og 6 stigum á eftir Víkingi frá Ólafsvík þegar deildin er rúmlega hálfnuð. Leikurinn hefst á Grindavíkurvelli kl. 19:15.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024