Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mikill metnaður í Keflavík - segir Bjarni Holm, nýr leikmaður Keflavíkur
Miðvikudagur 18. febrúar 2009 kl. 16:49

Mikill metnaður í Keflavík - segir Bjarni Holm, nýr leikmaður Keflavíkur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég er mjög spenntur og ánægður með að vera kominn til Keflavíkur. Það er mikill metnaður hjá félaginu og ég hlakka til að spila með félaginu sem tekur þátt í Evrópukeppni í sumar og svo munum við vonandi aftur berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Það er alla vega markmiðið,“ sagði knattspyrnumaðurinn Bjarni Holm en hann hefur verið miðvörður Eyjamanna undanfarin ár og var einn af lykilmönnum liðsins.

Þorsteinn Magnússon, formaður Knattspyrnudeildar sagði mikla ánægju í herbúðum Keflavíkur að hafa náð Bjarna til liðsins og markmiðið fyrir næsta keppnistímabil væri að enda einu sæti ofar en á síðasta ári. Og fyrir þá sem það ekki vita þá endaði Keflavík í 2. sæti sem margir eru enn í sárum yfir því liðið var komið með aðra hönd á titilinn.

Við þetta sama tækifæri skrifaði einnig Viktor Guðnason, einn af ungu leikmönnum Keflavíkur, undir tveggja ára samning við félagið.

Einar Ásbjörn, aðstoðarþjálfari, Bjarni og Þorsteinn formaður Knattspyrnudeildar.

Einar Ásbjörn er hér með Hafsteini Guðmundssyni, guðföður knattspyrnunnar í Keflavík en hann leit við í K-húsinu og var ánægður með gang mála.